hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Flokkur

Uppskriftir

Hindberja prótein ís

Eftir | Uppskriftir, Þeytingar & ís
  • 100 gr hindber
  • 100 gr banani
  • 50 gr eggjahvíta
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 skammtur prótein

Allt sett í blandarann og þeytt þar til creamy

Það má auðvitað nota eins mikinn klaka og maður kýs

Muna bara að því minni vökvi því þéttara og þykkra

Setja í skál og skreyta.

Súkkulaðisósa er súkkulaði smyrjan frá GoodGood, þynnt með smá vatni og hituð í örbylgjuofninum í 15 sek

Jarðaber og bláber on the top

Elska að fá mér svona eftir æfingu eða þegar mig lagar í ís sem er alla daga 😉

Sesamfræ kex

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 3 dl sesamfræ
  • 1 msk husk
  • ögn af salti, turmerik og hvítlaukskryddi
  • 2 egg
  • 1 dl vatn
  • 1 dl rifinn ostur

Blandið öllu saman og látið standa í 2 min

  1. Fletjið út á milli bökunarpappíra
  2. Bakið við 160°C min í 15 min
  3. Takið út og skerið í bita
  4. Setjið aftur inn í ofn, lækkið hitann niður í 130°C og bakið í 40 min eða þar til stökkt

Svakalega gott með hummus.

Salt karamellu kúlur

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 15 mjúkar döðlur
  • 1 ½ tsk vanilla  extract
  • ½ tsk sjávarsalt
  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk tahini
  • 1 msk kasjusmjör
  • Stevíu dropar m/ karamellubragði
  • 1 lúka saltaðar hnetur

 

Aðferð

  1. Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél
  2. Rúllað upp í matarplast og fryst í 1 klst
  3. Mótið kúlur og veltið uppúr hnetukurli

Geymist í kæli

Súkkulaði kleinuhringir

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 1 bolli döðlur
  • ½ bolli möndlumjólk
  • ¼ bolli tahini eða hnetusmjör

Þeyta þetta saman í matvinnsluvél

Í aðra skál blanda vel saman:

  • ½ bolli haframjöl
  • ¼ bolli möndlumjöl
  • ¼ bolli kakóduft, sykurlaust
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt

Blanda svo öllu vel saman og setja í form.
Ef þú átt ekki kleinuhringjaform þá notar þú muffinsform

Bakið við 180°C í 20 min og kælið

Súkkulaðikremið:

  • ¼ bolli tahini eða hnetusmjör
  • 2 tsk kakó
  • 2 msk sykurlaust sýróp

Hræra vel saman og smyrja ofaná hringina

Skraut:

Þynna smá hnetusmjör með vatni og sletta yfir og strá hesilhnetukurli yfir

Sætukartöflu franskar  

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

 

  • 2 sætar kartöflur
  • 2 msk olífolía
  • 2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk hvítlaukduft
  • 1 tsk svartur pipar
  • ½ tsk Kúmen
  • ¼ tsk cayenne pipar

 

Takið utan af kartöflunum, gott að nota ostaskera

Skerið kartöfluna niður í franskar og skolið vel og þerrið

Blandið olíu og öllum kryddum saman í skál

Veltið kartöflunum uppúr kryddolíunni og raðið á bökunarpappír

Bakið  við 210°C 30 – 40 min

Kúrbíts Pasta með Hnetusósu og Cruncy Granola

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

 

Sósan:

  • 100 gr tahini
  • 100 gr hnetusmjör
  • 1 tsk hvítlauks duft
  • ¼ tsk chili duft
  • 1 msk hvítvíns vinegar
  • 1 msk Tamari sósa
  • 2 msk agave síróp
  • 5 msk vatn eða meira

Blandið öllu vel saman

 

Granola:

  • 6 msk af sósunni (120gr)
  • 1 bolli haframjöl (80gr)

Blandið vel saman og dreyfið á bökunarpappír

Bakið við 180° í 10 min

Stráið 1 msk af sesamfræjum og bakið í 10 min í viðbót

 

Pasta:

Takið stóran Kúrbít ca. 500gr og rífið niður í ræmur  (má nota heilhveitinúðlur)

 

Fyrir einn:

Takið ½ msk af sósunni og þynnið með 2 msk af vatni

Blandið vel saman við Kúrbítinn og setjið í skál, kurlið ¼ af granola yfir

Skreytið með eplasneiðum, það er alveg nauðsynlegt með þessu!

Súkkulaðibrauð með döðlum og pekan

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 3 bananar
  • ¼ bolli kókosolía, mjúk
  • 2 egg
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 2 bollar spelt
  • ½ bolli sukrin gold
  • 3 msk kakóduft, sykurlaust
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsodi
  • 1 tsk salt
  • 10 döðlur
  • 30 pekan hnetur

 

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnum saman í skál
  2. Blandið öllu þessu blauta saman í blandaranum
  3. Blandið svo þurrefnum saman við
  4. Að lokum blandið döðlum og pecanhnetum við með sleif
  5. Hellið í hringlaga form

 

Bakið við 170°C í 40 min eða þar til pinni sem stungið er í kemur þurr upp

Mjög gott eitt og sér eða með smjöri, smurosti, osti eða bananasneiðum

Steikt bleikja með ristuðum sesamfræjum

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

Innihald

  • 1 flak bleikja skorin í 2 góða bita
  • Salt og pipar

Sósan

  • 2 msk teriyaki
  • 2 tsk agave eða fiber síróp
  • ½ tsk sesamolia, blue dragon

Blandið þessu vel saman í skál

Matreiðslan

  1. Saltið og piprið fiskinn og penslið hann með sósunni
  2. Setið smá olíu á pönnu og steikið í 4 min með roðið upp
  3. Hellið svo restinni af sósunni á pönnuna og snúið flökunum við
  4. Steikið í aðrar 4 min
  5. Bætið sesamfræjum á pönnuna síðustu mínúturnar
  6. Dreyfið fræjunum svo yfir flökin

Borið fram með soðnu brokkolí og whole wheat noodle frá Blue Dragon

Rífið niður gulrætur og hafið með