Skip to main content

Steikt bleikja með ristuðum sesamfræjum

Eftir febrúar 17, 2019febrúar 27th, 2019Matur & millimál, Uppskriftir

Innihald

 • 1 flak bleikja skorin í 2 góða bita
 • Salt og pipar

Sósan

 • 2 msk teriyaki
 • 2 tsk agave eða fiber síróp
 • ½ tsk sesamolia, blue dragon

Blandið þessu vel saman í skál

Matreiðslan

 1. Saltið og piprið fiskinn og penslið hann með sósunni
 2. Setið smá olíu á pönnu og steikið í 4 min með roðið upp
 3. Hellið svo restinni af sósunni á pönnuna og snúið flökunum við
 4. Steikið í aðrar 4 min
 5. Bætið sesamfræjum á pönnuna síðustu mínúturnar
 6. Dreyfið fræjunum svo yfir flökin

Borið fram með soðnu brokkolí og whole wheat noodle frá Blue Dragon

Rífið niður gulrætur og hafið með