Skip to main content

Súkkulaði kleinuhringir

Eftir febrúar 19, 2019febrúar 27th, 2019Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
 • 1 bolli döðlur
 • ½ bolli möndlumjólk
 • ¼ bolli tahini eða hnetusmjör

Þeyta þetta saman í matvinnsluvél

Í aðra skál blanda vel saman:

 • ½ bolli haframjöl
 • ¼ bolli möndlumjöl
 • ¼ bolli kakóduft, sykurlaust
 • ½ tsk matarsódi
 • ¼ tsk salt

Blanda svo öllu vel saman og setja í form.
Ef þú átt ekki kleinuhringjaform þá notar þú muffinsform

Bakið við 180°C í 20 min og kælið

Súkkulaðikremið:

 • ¼ bolli tahini eða hnetusmjör
 • 2 tsk kakó
 • 2 msk sykurlaust sýróp

Hræra vel saman og smyrja ofaná hringina

Skraut:

Þynna smá hnetusmjör með vatni og sletta yfir og strá hesilhnetukurli yfir