hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Flokkur

Uppskriftir

KRYDDBRAUÐ

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Innihald:

  • 250 gr eplasósa, Biona
  • 2 flax egg ( 2 msk flax seed meal + 4 msk vatn)
  • 80 gr sukrin gold (þeyti það niður þar til mjög fínt)
  • 40 gr sykurlaust síróp
  • 120 gr möndlumjólk, sykurlaus
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 250 gr haframjöl
  • 160 gr möndlumjöl
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk matarsodi
  • 1 msk 5 krydda kryddið, Krydd og tehúsið.
  • 1-3 tsk kanill, bara eftir smekk
  • 1/2 tsk salt

Aðferð

  • Byrjið á því að gera flax egg og látið standa í 5 min, eða þar til það verður hlaupkennt
  • Blandið svo öllum blautefnunum saman í blandaranum
  • Setjið öll þurrefnin saman í skál og bætið svo við blautefnin
  • Blandið rólega saman í 1 min
  • Hellið í form, ég notaði hringlaga form
  • Bakið við 175°C í ca. 35-40 min
  • Takið úr ofninum og látið kólna í 5 min, takið svo úr forminu

Súkkulaðisósan:

  • 3 msk kókosolía
  • 2 msk kakóduft
  • 1 msk sykurlaus síróp
  • Öllu blandað saman og hellt yfir kökuna og svo má strá hverju sem er yfir, kókosmjöli eða hnetukurli

Kryddið fæst í flestum verslunum, þið getið skoðað allt inn á heimasíðunni hjá Krydd og tehúsinu.

Krydd og tehúsið

Sæt Súkkulaðikaka

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Innihald

  • 1/2 bolli hrá sæt kartafla, tætt vel niður í matvinnsluvél
  • 1/2 bolli möndlusmjör
  • 1 egg
  • 1/3 bolli kakó
  • 1/3 bolli sykurlaust síróp
  • 2 msk kókosolía
  • 2-3 tsk vanilludropar
  • 2 tsk xanthan gum
  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 100 gr súkkulaði af hvaða tegund sem þig langar að nota

Aðferð

  1. Byrjið á að tæta niður sætu kartöfluna
  2. Setjið næst öll hráefnin nema súkkulaðið í blandarann og þeytið
  3. Hellið að lokum í from 20 x 20 og stráið súkkulaðibitunum yfir
  4. Inn í ofn í 20 min við 170°C

Þessi er hættulega góð 🙂

Brauðbollur

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Innihald

  • 4 egg
  • 50 gr kókosolía, bráðin
  • 100 gr eplasósa, sykurlaus
  • 300 gr möndlumjöl
  • 100 gr 100% pure whey prótein, cinnamon roll bragðið
  • 35 gr psyllium husk, now
  • 4 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2 tsk himalayan salt

Aðferð

  1. Þeytið egg, olíu og eplasósu saman
  2. Blandið þurrefnum saman í skál
  3. Blandið öllu vel saman
  4. Hnoðið ca 12 – 14 bollur
  5. Raðið á bökunarpappír

Bakið við 185°C í 25 min

Mjög góðar með:

  1. Egg og avocado
  2. Smjör og osti
  3. Hummus og papriku

já bara gott með öllu….

Gulrótar & engifersúpa

Eftir | Safar & súpur, Uppskriftir
  1. 450 gr gulrætur, skornar í litla bita
  2. 20 gr engifer, rifið niður
  3. 500 ml vatn
  4. 1 grænmetis súputeningur, lífrænn
  5. Salt og pipar eftir smekk
  6. 1 dós kókosrjómi, Biona coconut cream

Setjið allt saman í pott nema kókosrjómann og sjóðið í ca 10 min

Hellið í blandarann og maukið eða notið töfrasprotann

Færið aftur yfir í pottinn

Bætið næst við kókosrjómanum, ekki vökvanum, og hitið í ca 1-2 min

Gott að kreista smá sítrónu eða limesafa yfir súpuna þegar hún er borin fram

Einnig má sletta góðri olíu í hana

THERMOMIX

Gulrætur og engifer sett í skálin – 3 sek / 5 hraði

Bæta við vatni og kryddi – 10 min / 100°C / 2 hraði

Blanda að lokum – 1 min / 5 – 8 hraði, auka hraðan smátt og smátt

Bæta að lokum við kókorjómanum og – 10 sek / 4 hraði

Gulrótarmúffur

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Blautefnin:

  • 1 banani
  • 2 egg
  • 1/4 bolli grísk jógúrt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli möndlu- eða kókosmjólk, sykurlaus
  • 1/3 bolli sykurlaust síróp
  • 2 msk kókosolía, bráðin

Þurrefnin:

  • 1/2 bolli spelt
  • 1/2 bolli haframjölshveiti
  • 1/4 bolli möndlumjöl
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsodi
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 tsk múskat
  • 1/4 tsk kardimomma
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli gulrætur sem búið er að rífa niður
  • 1/2 bolli saxaðar valhnetur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að tæta niður gulræturnar og setjið í sér skál
  2. Blandið öllu þessu blauta saman í blandaranum,  NEMA kókosolíunni
  3. Þurrefnunum er blandað vel saman í sér skál
  4. Að lokum er öllu blandað saman og síðast kókosolíunni
  5. Spreyjið muffinsform með olíu
  6. Fyllið ca 12-16 form – Bakið við 180° C  í 15-18 min

Látið kólna vel

Svo má skreyta með glassúr sem gerður er úr Sukrin Melis og vatni

 

Súkkulaðikaka í Thermomix

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 2 msk flaxseed
  • 60 gr vatn
  • 50 g súkkulaði, 70% eða sykurlaust
  • 60 gr olía
  • 1 tsk vanilludropar
  • 375 gr möndlumjólk
  • 100 gr sukrin gold
  • 100 gr möndlumjöl
  • 100 gr haframjölshveiti
  • 40 gr kókoshveiti
  • 20 gr kakó, Rapunzel eða sykurlaust
  • 5 gr arrowroot
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft

Byrjið á að hita ofninn í 180°C

Setjið bökunarpappír í form, ég notaði stórt brauðform

  1. Blandið saman flaxseed og vatni og látið standa í 5 min
  2. Settu súkkulaðið í skálina – 5 sek / 9 hraði
  3. Bættu við olíunni – 1 min / 50°C / 2 hraði
  4. Bættu restinni af hráefnum í skálina og blandaðu vel saman – 30 sek / 5 hraði
  5. Bættu við möndlumjólk ef þarf, það á að vera hægt að hella deginu í formið, enn passa samt að það sé ekki of ljótandi
  6. Setjið í form og bakið í 40-50 min

Látið kólna vel

Súkkulaðið

  • 50 gr kókosolía
  • 25 gr kakó
  • 15 gr síróp
  • vanilludropar eða stevía
  • salt

Blanda öllu saman og hella yfir kökuna og strá kókos yfir

Borið fram með rjóma og jarðaberjum

p.s Nú ef þú átt ekki Thermomix vél þá bræðið þú olíu og súkkulaði yfir vatnsbaði og blandar svo öllum hráefnum saman í hrærivél….

VEGAN ef þú notar vegan súkkulaði og jurtarjóma

 

Kúrbítur

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

Hver elskar kúrbít?

Skar einn kúrbít til helminga.
Stakk pinna í gegn og skar hringinn
Penslaði með olíu

Blandaði saman:

1 msk möndlumjöl
1 msk næringager
1 msk Toscana krydd frá Krydd og Tehúsinu

Dreifði því yfir kúrbítinn, setti svo á bökunarpappír og bakaði í 30-40 min við 200°C

– reif niður violife parmesan ost þegar þetta var „ready to eat“

Bar þetta fram með rauðrófu hummus, klettasalati, baunaspírum og radísum.

Skonsur í Thermomix

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 60 gr Erythritol eða Sukrin
  • 150 gr haframjölshveiti
  • 100 gr möndlumjöl
  • 100 gr kókoshveiti
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk matarsodi
  • 60 gr kalt smjör skorið í bita
  • 350 + ml möndlumjólk

Setjið sykurinn í skálina til að gera flórsykur – 20 sek / 9 hraði

Bætið við öllu nema möndlumjólkinni – 50 sek / 4 hraði

Bætið þá við mjólkinni – 20 sek / 3 hraði

– bætið við smá og smá mjólk þar til degið verður þétt

Hnoðið ca 12 kúlur og penslið með eggjahvítu og stráið sesamfræjum yfir

Bakið við 140°C í 15-20 min, eða þar til smá gullin

 

Það er hægt að gera þessar skonsur án Thermomix

  • Blandar öllum þurrefnum saman
  • Hnoðar smjörinu saman með höndunum
  • Gerir holu í miðjuna og hellir mjólkinni hægt og rólega saman við og hnoðar og hnoðar

Rjómabollur

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 3 eggjahvítur
  • 3 eggjarauður
  • 100 gr philadelphia light smurostur, eða annar sambærilegur
  • 1 msk Fiber Husk (psyllium seed husk)
  • 1/2 tsk vinsteinslyftiduft
  • 1 msk sukrin melis
  • 6 dropar karamellu stevía, val
  • ögn af salti

Byrjið á því að hita ofninn í 150°C

  1. Þeytið eggjahvítur og salt vel saman þar til fluffy
  2. Hrærið restinni saman í aðra skál
  3. Sameinið svo mjög varlega, reynið að halda eins miklu lofti í deginu og þið getið
  4. Spreyjið muffinsform, silikonform eða álform
  5. Setjið 1-2 msk af deginu í hvert form, ca 10 stk
  6. Bakið við 150°C í 15-20 min

Látið kólna vel.

Þetta eru minibollur sem hægt er að taka nánast í einum bita.

Ég nota sykurlausa sultu frá GoodGood eða bý mér til mína eigin chia sultu

Súkkulaðið:

  • 15 gr kókosolía, fljótandi
  • 7 gr kakó, Rapunzel eða annað sykurlaust
  • 1 tsk fiber síróp eða annað síróp
  • 1/2 tsk vanilludropar

Blanda vel saman í skál og skvetta yfir bollurnar

Rjómi eftir smekk, sumir eru fyrir venjulegan rjóma, aðrir sprauturjóma eða jurtarjóma