Skip to main content

Gulrótarmúffur

Eftir febrúar 26, 2019febrúar 28th, 2019Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Blautefnin:

 • 1 banani
 • 2 egg
 • 1/4 bolli grísk jógúrt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/2 bolli möndlu- eða kókosmjólk, sykurlaus
 • 1/3 bolli sykurlaust síróp
 • 2 msk kókosolía, bráðin

Þurrefnin:

 • 1/2 bolli spelt
 • 1/2 bolli haframjölshveiti
 • 1/4 bolli möndlumjöl
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsodi
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/4 tsk kardimomma
 • 1/2 tsk salt
 • 1 bolli gulrætur sem búið er að rífa niður
 • 1/2 bolli saxaðar valhnetur

Aðferð:

 1. Byrjið á því að tæta niður gulræturnar og setjið í sér skál
 2. Blandið öllu þessu blauta saman í blandaranum,  NEMA kókosolíunni
 3. Þurrefnunum er blandað vel saman í sér skál
 4. Að lokum er öllu blandað saman og síðast kókosolíunni
 5. Spreyjið muffinsform með olíu
 6. Fyllið ca 12-16 form – Bakið við 180° C  í 15-18 min

Látið kólna vel

Svo má skreyta með glassúr sem gerður er úr Sukrin Melis og vatni