Skip to main content

Gulrótar & engifersúpa

Eftir mars 5, 2019Safar & súpur, Uppskriftir
  1. 450 gr gulrætur, skornar í litla bita
  2. 20 gr engifer, rifið niður
  3. 500 ml vatn
  4. 1 grænmetis súputeningur, lífrænn
  5. Salt og pipar eftir smekk
  6. 1 dós kókosrjómi, Biona coconut cream

Setjið allt saman í pott nema kókosrjómann og sjóðið í ca 10 min

Hellið í blandarann og maukið eða notið töfrasprotann

Færið aftur yfir í pottinn

Bætið næst við kókosrjómanum, ekki vökvanum, og hitið í ca 1-2 min

Gott að kreista smá sítrónu eða limesafa yfir súpuna þegar hún er borin fram

Einnig má sletta góðri olíu í hana

THERMOMIX

Gulrætur og engifer sett í skálin – 3 sek / 5 hraði

Bæta við vatni og kryddi – 10 min / 100°C / 2 hraði

Blanda að lokum – 1 min / 5 – 8 hraði, auka hraðan smátt og smátt

Bæta að lokum við kókorjómanum og – 10 sek / 4 hraði