Skip to main content

Skonsur í Thermomix

Eftir febrúar 24, 2019febrúar 27th, 2019Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 60 gr Erythritol eða Sukrin
  • 150 gr haframjölshveiti
  • 100 gr möndlumjöl
  • 100 gr kókoshveiti
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk matarsodi
  • 60 gr kalt smjör skorið í bita
  • 350 + ml möndlumjólk

Setjið sykurinn í skálina til að gera flórsykur – 20 sek / 9 hraði

Bætið við öllu nema möndlumjólkinni – 50 sek / 4 hraði

Bætið þá við mjólkinni – 20 sek / 3 hraði

– bætið við smá og smá mjólk þar til degið verður þétt

Hnoðið ca 12 kúlur og penslið með eggjahvítu og stráið sesamfræjum yfir

Bakið við 140°C í 15-20 min, eða þar til smá gullin

 

Það er hægt að gera þessar skonsur án Thermomix

  • Blandar öllum þurrefnum saman
  • Hnoðar smjörinu saman með höndunum
  • Gerir holu í miðjuna og hellir mjólkinni hægt og rólega saman við og hnoðar og hnoðar