Innihald:
- 250 gr eplasósa, Biona
- 2 flax egg ( 2 msk flax seed meal + 4 msk vatn)
- 80 gr sukrin gold (þeyti það niður þar til mjög fínt)
- 40 gr sykurlaust síróp
- 120 gr möndlumjólk, sykurlaus
- 2 msk sítrónusafi
- 1 tsk vanilludropar
- 250 gr haframjöl
- 160 gr möndlumjöl
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1/2 tsk matarsodi
- 1 msk 5 krydda kryddið, Krydd og tehúsið.
- 1-3 tsk kanill, bara eftir smekk
- 1/2 tsk salt
Aðferð
- Byrjið á því að gera flax egg og látið standa í 5 min, eða þar til það verður hlaupkennt
- Blandið svo öllum blautefnunum saman í blandaranum
- Setjið öll þurrefnin saman í skál og bætið svo við blautefnin
- Blandið rólega saman í 1 min
- Hellið í form, ég notaði hringlaga form
- Bakið við 175°C í ca. 35-40 min
- Takið úr ofninum og látið kólna í 5 min, takið svo úr forminu
Súkkulaðisósan:
- 3 msk kókosolía
- 2 msk kakóduft
- 1 msk sykurlaus síróp
- Öllu blandað saman og hellt yfir kökuna og svo má strá hverju sem er yfir, kókosmjöli eða hnetukurli
Kryddið fæst í flestum verslunum, þið getið skoðað allt inn á heimasíðunni hjá Krydd og tehúsinu.