hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Flokkur

Matur & millimál

Kúrbítur

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

Hver elskar kúrbít?

Skar einn kúrbít til helminga.
Stakk pinna í gegn og skar hringinn
Penslaði með olíu

Blandaði saman:

1 msk möndlumjöl
1 msk næringager
1 msk Toscana krydd frá Krydd og Tehúsinu

Dreifði því yfir kúrbítinn, setti svo á bökunarpappír og bakaði í 30-40 min við 200°C

– reif niður violife parmesan ost þegar þetta var „ready to eat“

Bar þetta fram með rauðrófu hummus, klettasalati, baunaspírum og radísum.

Sætukartöflu franskar  

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

 

  • 2 sætar kartöflur
  • 2 msk olífolía
  • 2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk hvítlaukduft
  • 1 tsk svartur pipar
  • ½ tsk Kúmen
  • ¼ tsk cayenne pipar

 

Takið utan af kartöflunum, gott að nota ostaskera

Skerið kartöfluna niður í franskar og skolið vel og þerrið

Blandið olíu og öllum kryddum saman í skál

Veltið kartöflunum uppúr kryddolíunni og raðið á bökunarpappír

Bakið  við 210°C 30 – 40 min

Kúrbíts Pasta með Hnetusósu og Cruncy Granola

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

 

Sósan:

  • 100 gr tahini
  • 100 gr hnetusmjör
  • 1 tsk hvítlauks duft
  • ¼ tsk chili duft
  • 1 msk hvítvíns vinegar
  • 1 msk Tamari sósa
  • 2 msk agave síróp
  • 5 msk vatn eða meira

Blandið öllu vel saman

 

Granola:

  • 6 msk af sósunni (120gr)
  • 1 bolli haframjöl (80gr)

Blandið vel saman og dreyfið á bökunarpappír

Bakið við 180° í 10 min

Stráið 1 msk af sesamfræjum og bakið í 10 min í viðbót

 

Pasta:

Takið stóran Kúrbít ca. 500gr og rífið niður í ræmur  (má nota heilhveitinúðlur)

 

Fyrir einn:

Takið ½ msk af sósunni og þynnið með 2 msk af vatni

Blandið vel saman við Kúrbítinn og setjið í skál, kurlið ¼ af granola yfir

Skreytið með eplasneiðum, það er alveg nauðsynlegt með þessu!

Steikt bleikja með ristuðum sesamfræjum

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

Innihald

  • 1 flak bleikja skorin í 2 góða bita
  • Salt og pipar

Sósan

  • 2 msk teriyaki
  • 2 tsk agave eða fiber síróp
  • ½ tsk sesamolia, blue dragon

Blandið þessu vel saman í skál

Matreiðslan

  1. Saltið og piprið fiskinn og penslið hann með sósunni
  2. Setið smá olíu á pönnu og steikið í 4 min með roðið upp
  3. Hellið svo restinni af sósunni á pönnuna og snúið flökunum við
  4. Steikið í aðrar 4 min
  5. Bætið sesamfræjum á pönnuna síðustu mínúturnar
  6. Dreyfið fræjunum svo yfir flökin

Borið fram með soðnu brokkolí og whole wheat noodle frá Blue Dragon

Rífið niður gulrætur og hafið með