Fita er sá flokkur næringarefna sem gefur mesta orku. 9 hitaeiningar per gram. Hlutverk fitunnar er að flytja með sér fituleysanleg vitamín, A-, D-, E- og K vitamín. Fita hefur hátt mettunargildi og verndar innri líffæri og fitulag undir húðinni einangrar líkamann.
Fita er ekki bara sýnileg eins og smjör, majones, rjómi, kjötfita og matarolía, heldur getur hún verið ósýnileg eins og í mögru kjöti, eggjum, mjólk, jógúrti, ostum og feitum fisk eins og síld og lax.
Við fáum fituna bæði úr jurta og dýraríkinu, og er fitan flokkuð í fimm flokka: Fitusýrur, Þríglýseríð, Fosfólípíð, Steról og önnur fituefni. 95% af allri fitu í fæðunni er þríglýseríð og hafa hagnýta þýðingu sem orkugjafar í venjulegu fæði.
Fitusýrur skiptast í mettaða, einómettaða og fjölómettaða fitusýrur.
Mettuð fita er svokölluð slæm fita. Þessi fita verður hörð við stofuhita.Hún hækkar kólesteról líkamanns og veldur offitu.
Einómettuð og fjölómettuð fita er líkamanum lífsnauðsynleg og ætti að finnast á matarlistanum
þínum t.d. í formi feits fisks eða olía.
Omettaða fitan getur stuðlað að aukinni fitubrennslu, hækkar ekki kólesterólið og verndar innri líffæri gegn hitasveiflum.