Prótein gefur 4 hitaeiningar per gram. Prótein eru nauðsynleg byggingarefni í öllum lífverum, auk þess sem þau gefa orku. Þau finnast í öllum frumum og öll lífsstarfsemi er háð þeim.
Við fáum prótein úr flestum fæðutegundum nema hreinni fitu og unnum sykri. Yfirleitt er meira prótein í fæðutegundum úr dýraríkinu en jurtaríkinu. Fæðutegundir úr dýraríkinu hafa hátt lífgildi enn það er lærra úr jurtaríkinu. Kartöflur eru undantekning. Besta prótein sem þekkist er í eggjum, þar næst koma mjólkur-, fisk-, og kjötprótein.
Við þurfum prótein til að byggja og endurnýja vefi líkamans (slitnar frumur) og til að mynda ýmis efni, svo sem hormón, ensím, mótefni, hemóglóbín og fleira.
Próteinþörf fólks er breytileg og fer hún eftir aldri, heilbrigðisástandi og líkamsstærð, ásamt gæðum próteinanna, nýtingu þeirra í meltingarvegi og samsetningu. Allt prótein sem líkaminn nýtir ekki til að byggja upp, breytist í kolvetni og fitu, fitan hleðst upp í fituvefjum og getur því stuðlað að offitu eins og kolvetna- eða fiturík fæða.
Hafa ber í huga að í próteinríkum matvörum eru oftast mikilvæg steinefni og vitamín sem eru nauðsynleg. Mikilvægt er að próteinvaran sem valin er til neyslu sé lítið unnin, svo sem ferskur fiskur, magurt kjöt, egg og baunir og allt sem vel er grænt. Velja fæðutegundir saman í máltíð þannig að lífgildi próteinanna verði hátt.
Orðið “protein” er komið úr grísku og þýðir “í fyrsta sæti”.