Skip to main content
All Posts By

telma

Hvað er Prótein?

Eftir Heilsublogg

Prótein gefur 4 hitaeiningar per gram. Prótein eru nauðsynleg byggingarefni í öllum lífverum, auk þess sem þau gefa orku. Þau finnast í öllum frumum og öll lífsstarfsemi er háð þeim.

Við fáum prótein úr flestum fæðutegundum nema hreinni fitu og unnum sykri. Yfirleitt er meira prótein í fæðutegundum úr dýraríkinu en jurtaríkinu. Fæðutegundir úr dýraríkinu hafa hátt lífgildi enn það er lærra úr jurtaríkinu. Kartöflur eru undantekning. Besta prótein sem þekkist er í eggjum, þar næst koma mjólkur-, fisk-, og kjötprótein.

Við þurfum prótein til að byggja og endurnýja vefi líkamans (slitnar frumur) og til að mynda ýmis efni, svo sem hormón, ensím, mótefni, hemóglóbín og fleira.

Próteinþörf fólks er breytileg og fer hún eftir aldri, heilbrigðisástandi og líkamsstærð, ásamt gæðum próteinanna, nýtingu þeirra í meltingarvegi og samsetningu. Allt prótein sem líkaminn nýtir ekki til að byggja upp, breytist í kolvetni og fitu, fitan hleðst upp í fituvefjum og getur því stuðlað að offitu eins og kolvetna- eða fiturík fæða.

Hafa ber í huga að í próteinríkum matvörum eru oftast mikilvæg steinefni og vitamín sem eru nauðsynleg. Mikilvægt er að próteinvaran sem valin er til neyslu sé lítið unnin, svo sem ferskur fiskur, magurt kjöt, egg og baunir og allt sem vel er grænt.  Velja fæðutegundir saman í máltíð þannig að lífgildi próteinanna verði hátt.

Orðið “protein” er komið úr grísku og þýðir “í fyrsta sæti”.

 

Hvað er fita?

Eftir Heilsublogg

Fita er sá flokkur næringarefna sem gefur mesta orku. 9 hitaeiningar per gram. Hlutverk fitunnar er að flytja með sér fituleysanleg vitamín, A-, D-, E- og K vitamín. Fita hefur hátt mettunargildi og verndar innri líffæri og fitulag undir húðinni einangrar líkamann.

 Fita er ekki bara sýnileg eins og smjör, majones, rjómi, kjötfita og matarolía, heldur getur hún verið ósýnileg eins og í mögru kjöti, eggjum, mjólk, jógúrti, ostum og feitum fisk eins og síld og lax.

 Við fáum fituna bæði úr jurta og dýraríkinu, og er fitan flokkuð í fimm flokka: Fitusýrur, Þríglýseríð, Fosfólípíð, Steról og önnur fituefni. 95% af allri fitu í fæðunni er þríglýseríð og hafa hagnýta þýðingu sem orkugjafar í venjulegu fæði.

 Fitusýrur skiptast í mettaða, einómettaða og fjölómettaða fitusýrur.

Mettuð fita er svokölluð slæm fita. Þessi fita verður hörð við stofuhita.Hún hækkar kólesteról líkamanns og veldur offitu.
Einómettuð og fjölómettuð fita er líkamanum lífsnauðsynleg og ætti að finnast á matarlistanum

þínum t.d. í formi feits fisks eða olía.
Omettaða fitan getur stuðlað að aukinni fitubrennslu, hækkar ekki kólesterólið og verndar innri líffæri gegn hitasveiflum.