Skip to main content
All Posts By

a8

Steikt bleikja með ristuðum sesamfræjum

Eftir Matur & millimál, Uppskriftir

Innihald

  • 1 flak bleikja skorin í 2 góða bita
  • Salt og pipar

Sósan

  • 2 msk teriyaki
  • 2 tsk agave eða fiber síróp
  • ½ tsk sesamolia, blue dragon

Blandið þessu vel saman í skál

Matreiðslan

  1. Saltið og piprið fiskinn og penslið hann með sósunni
  2. Setið smá olíu á pönnu og steikið í 4 min með roðið upp
  3. Hellið svo restinni af sósunni á pönnuna og snúið flökunum við
  4. Steikið í aðrar 4 min
  5. Bætið sesamfræjum á pönnuna síðustu mínúturnar
  6. Dreyfið fræjunum svo yfir flökin

Borið fram með soðnu brokkolí og whole wheat noodle frá Blue Dragon

Rífið niður gulrætur og hafið með

Bounty Terta

Eftir Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Botninn

  • 440 svartar baunir úr dós ( 2 dósir, skola baunirnar í sigti)
  • 1/2 bolli haframjöl
  • 3 msk kakóduft
  • 1/3 bolli sykurlaust síróp eða agave síróp
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 2 tsk vanilludropar

Allt sett í matvinnsluvél eða mixara og þeytt vel saman.
Hellt í hringlaga smelluform ( mitt er millistærð úr IKEA )

Bakað við 180°C í kringum 15 min – fer eftir forminu, ekki baka of lengi

Kókosmassinn

  • 220gr rjóminn úr einni dós af kókosmjólk
  • 40 gr kókosolía
  • 60 gr sykurlaust síróp eða agave síróp

Hitið að suðu í potti og hrærið stöðugt í á meðan, slökkvið á hellunni um leið og suðan kemur upp.

Bætið þá við: 200 gr kókosmjöli og hellið yfir botninn og kælið

Súkkulaðihjúpurinn

  • ½ bolli kókosolía
  • ½ bolli kakó
  • ¼ bolli sykurlaust síróp eða agave síróp
  • Ögn af salti
  • 2 tsk mintudropar eða vanilludropar

Bræðið allt í potti og hellið í glas og leyfið því að kólna. Hellið svo yfir kökun í þremur lögum, frystið á milli

Geymist í kæli

Jarðaberjakaka

Eftir Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Botninn

  • 1 bolli Valhnetur
  • ½ bolli haframjöl
  • ½ bolli döðlur
  • 2 msk kókosolía

Allt sett í matvinnsluvél og þjappa í form og kælt

Osta & Jarðaberjakremið

  • 1 ¼ bolli kasjúhnetur -Látið liggja í sjóðandi vatni í 2 tíma
  • 1 ¼ bolli kókosrjómi úr dós, ekki vökvinn
  • 1 tsk vanilludropar
  • ¼ bolli kókosolía
  • 4 msk sykurlaus síróp
  • ½ bolli frosin jarðaber

Aðferð

  1. Hellið vatninu frá kasjuhnetunum
  2. Blandið öllu nema jarðaberjunum saman þar til silkimjúkt
  3. Hellið helmingnum af blöndunni yfir botninn og kælið í 1 klst.
  4. Bætið jarðaberjunum við hinn helminginn og þeytið saman
  5. Setjið svo jarðaberjakremið ofaná og frystið aftur

Áður enn kakan er borin fram er gott að dreifa jarðaberja- eða hinberjasultu á brúnina og kurla frosnum hinberjum yfir.

Geymist í frysti