Skip to main content

Sæt Súkkulaðikaka

Innihald

  • 1/2 bolli hrá sæt kartafla, tætt vel niður í matvinnsluvél
  • 1/2 bolli möndlusmjör
  • 1 egg
  • 1/3 bolli kakó
  • 1/3 bolli sykurlaust síróp
  • 2 msk kókosolía
  • 2-3 tsk vanilludropar
  • 2 tsk xanthan gum
  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 100 gr súkkulaði af hvaða tegund sem þig langar að nota

Aðferð

  1. Byrjið á að tæta niður sætu kartöfluna
  2. Setjið næst öll hráefnin nema súkkulaðið í blandarann og þeytið
  3. Hellið að lokum í from 20 x 20 og stráið súkkulaðibitunum yfir
  4. Inn í ofn í 20 min við 170°C

Þessi er hættulega góð 🙂