- 3 eggjahvítur
- 3 eggjarauður
- 100 gr philadelphia light smurostur, eða annar sambærilegur
- 1 msk Fiber Husk (psyllium seed husk)
- 1/2 tsk vinsteinslyftiduft
- 1 msk sukrin melis
- 6 dropar karamellu stevía, val
- ögn af salti
Byrjið á því að hita ofninn í 150°C
- Þeytið eggjahvítur og salt vel saman þar til fluffy
- Hrærið restinni saman í aðra skál
- Sameinið svo mjög varlega, reynið að halda eins miklu lofti í deginu og þið getið
- Spreyjið muffinsform, silikonform eða álform
- Setjið 1-2 msk af deginu í hvert form, ca 10 stk
- Bakið við 150°C í 15-20 min
Látið kólna vel.
Þetta eru minibollur sem hægt er að taka nánast í einum bita.
Ég nota sykurlausa sultu frá GoodGood eða bý mér til mína eigin chia sultu
Súkkulaðið:
- 15 gr kókosolía, fljótandi
- 7 gr kakó, Rapunzel eða annað sykurlaust
- 1 tsk fiber síróp eða annað síróp
- 1/2 tsk vanilludropar
Blanda vel saman í skál og skvetta yfir bollurnar
Rjómi eftir smekk, sumir eru fyrir venjulegan rjóma, aðrir sprauturjóma eða jurtarjóma