hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Súkkulaðikaka í Thermomix

Eftir febrúar 24, 2019 febrúar 28th, 2019 Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 2 msk flaxseed
  • 60 gr vatn
  • 50 g súkkulaði, 70% eða sykurlaust
  • 60 gr olía
  • 1 tsk vanilludropar
  • 375 gr möndlumjólk
  • 100 gr sukrin gold
  • 100 gr möndlumjöl
  • 100 gr haframjölshveiti
  • 40 gr kókoshveiti
  • 20 gr kakó, Rapunzel eða sykurlaust
  • 5 gr arrowroot
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft

Byrjið á að hita ofninn í 180°C

Setjið bökunarpappír í form, ég notaði stórt brauðform

  1. Blandið saman flaxseed og vatni og látið standa í 5 min
  2. Settu súkkulaðið í skálina – 5 sek / 9 hraði
  3. Bættu við olíunni – 1 min / 50°C / 2 hraði
  4. Bættu restinni af hráefnum í skálina og blandaðu vel saman – 30 sek / 5 hraði
  5. Bættu við möndlumjólk ef þarf, það á að vera hægt að hella deginu í formið, enn passa samt að það sé ekki of ljótandi
  6. Setjið í form og bakið í 40-50 min

Látið kólna vel

Súkkulaðið

  • 50 gr kókosolía
  • 25 gr kakó
  • 15 gr síróp
  • vanilludropar eða stevía
  • salt

Blanda öllu saman og hella yfir kökuna og strá kókos yfir

Borið fram með rjóma og jarðaberjum

p.s Nú ef þú átt ekki Thermomix vél þá bræðið þú olíu og súkkulaði yfir vatnsbaði og blandar svo öllum hráefnum saman í hrærivél….

VEGAN ef þú notar vegan súkkulaði og jurtarjóma