Skip to main content

Hvað er kolvetni?

Eftir febrúar 18, 2019Heilsublogg

Kolvetni er orkugjafi sem inniheldur 4 kaloríur per gram. Við fáum kolvetni aðalega úr jurtafæðu og svo er mjólk nánast eina dýraafurðin sem inniheldur kolvetni. Kolvetni gefa orku, spara prótein og flytja með sér nauðsynleg trefjaefni.

Skipta má kolvetnafæðu í 3 flokka:

Í fyrsta flokknum er mikilvæg kolvetnafæða, þar fáum við aðalgega sterkju en einnig trefjaefni ef þær eru úr heilkorni. Kornmatur, grautar, morgunkorn, brauð, kex, hrökkbrauð, hrísgrjón, kartöflur og baunir.

Í öðrum flokknum fáum við mjög mikið af kolvetnum, enn það er aðalega unninn, viðbættur sykur og lítið af trefjum og öðrum næringarefnum. Sykur, sælgæti, ís, frostpinnar, gosdrykkir, sulta, marmelaði, sætar kökur, sætt kex, sætt morgunkorn.

Í þriðja flokknum fáum við sykurtegundirnar í sinni nátturulegu mynd. Auk þess fáum við trefjaefni og mörg lífsnauðsynleg vitamin og steinefni.Grænmeti, rótarávextir, ávextir, ber, ávaxtasafi, mjólk, súrmjólk og flestar mjólkurafurðir nema ostar.

Dæmi um nokkrar sykurtegundir 

Hvítur sykur (tvísykran súkrósi). Hreinsaður sykur sem búið er að vinna mikið og bleikja til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unnin, er hann næringarsnauður. “Tómar hitaeiningar”.

Púðursykur (brown sugar). Er mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt svokölluðum melassa (sýróp sem myndast við vinnslu sykurs) sem gerir hann brúnan og breytir bragðinu líka töluvert. Hann inniheldur mikinn raka og verður glerharður ef hann nær að þorna. Því dekkri sykur því meiri melassi.

Hrásykur. Óhreinsaður sykur. Það sem er betra við hann en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og B-vítamínum. Hann er því betri kostur en athugið að orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.

Náttúruleg sætuefni. Fyrir utan hrásykurinn má nefna hrísgrjónasíróp, epla- og perusíróp og agavesíróp . Innihalda einnig töluvert af stein- og snefilefnum og eru því betri kostur en hvíti sykurinn.

Ávaxtasykur (einsykran frúktósi) er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í t.d. bakstri.