hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Flokkur

Heilsublogg

Hvað er kolvetni?

Eftir | Heilsublogg

Kolvetni er orkugjafi sem inniheldur 4 kaloríur per gram. Við fáum kolvetni aðalega úr jurtafæðu og svo er mjólk nánast eina dýraafurðin sem inniheldur kolvetni. Kolvetni gefa orku, spara prótein og flytja með sér nauðsynleg trefjaefni.

Skipta má kolvetnafæðu í 3 flokka:

Í fyrsta flokknum er mikilvæg kolvetnafæða, þar fáum við aðalgega sterkju en einnig trefjaefni ef þær eru úr heilkorni. Kornmatur, grautar, morgunkorn, brauð, kex, hrökkbrauð, hrísgrjón, kartöflur og baunir.

Í öðrum flokknum fáum við mjög mikið af kolvetnum, enn það er aðalega unninn, viðbættur sykur og lítið af trefjum og öðrum næringarefnum. Sykur, sælgæti, ís, frostpinnar, gosdrykkir, sulta, marmelaði, sætar kökur, sætt kex, sætt morgunkorn.

Í þriðja flokknum fáum við sykurtegundirnar í sinni nátturulegu mynd. Auk þess fáum við trefjaefni og mörg lífsnauðsynleg vitamin og steinefni.Grænmeti, rótarávextir, ávextir, ber, ávaxtasafi, mjólk, súrmjólk og flestar mjólkurafurðir nema ostar.

Dæmi um nokkrar sykurtegundir 

Hvítur sykur (tvísykran súkrósi). Hreinsaður sykur sem búið er að vinna mikið og bleikja til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unnin, er hann næringarsnauður. “Tómar hitaeiningar”.

Púðursykur (brown sugar). Er mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt svokölluðum melassa (sýróp sem myndast við vinnslu sykurs) sem gerir hann brúnan og breytir bragðinu líka töluvert. Hann inniheldur mikinn raka og verður glerharður ef hann nær að þorna. Því dekkri sykur því meiri melassi.

Hrásykur. Óhreinsaður sykur. Það sem er betra við hann en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og B-vítamínum. Hann er því betri kostur en athugið að orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.

Náttúruleg sætuefni. Fyrir utan hrásykurinn má nefna hrísgrjónasíróp, epla- og perusíróp og agavesíróp . Innihalda einnig töluvert af stein- og snefilefnum og eru því betri kostur en hvíti sykurinn.

Ávaxtasykur (einsykran frúktósi) er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í t.d. bakstri.

Hvað er Prótein?

Eftir | Heilsublogg

Prótein gefur 4 hitaeiningar per gram. Prótein eru nauðsynleg byggingarefni í öllum lífverum, auk þess sem þau gefa orku. Þau finnast í öllum frumum og öll lífsstarfsemi er háð þeim.

Við fáum prótein úr flestum fæðutegundum nema hreinni fitu og unnum sykri. Yfirleitt er meira prótein í fæðutegundum úr dýraríkinu en jurtaríkinu. Fæðutegundir úr dýraríkinu hafa hátt lífgildi enn það er lærra úr jurtaríkinu. Kartöflur eru undantekning. Besta prótein sem þekkist er í eggjum, þar næst koma mjólkur-, fisk-, og kjötprótein.

Við þurfum prótein til að byggja og endurnýja vefi líkamans (slitnar frumur) og til að mynda ýmis efni, svo sem hormón, ensím, mótefni, hemóglóbín og fleira.

Próteinþörf fólks er breytileg og fer hún eftir aldri, heilbrigðisástandi og líkamsstærð, ásamt gæðum próteinanna, nýtingu þeirra í meltingarvegi og samsetningu. Allt prótein sem líkaminn nýtir ekki til að byggja upp, breytist í kolvetni og fitu, fitan hleðst upp í fituvefjum og getur því stuðlað að offitu eins og kolvetna- eða fiturík fæða.

Hafa ber í huga að í próteinríkum matvörum eru oftast mikilvæg steinefni og vitamín sem eru nauðsynleg. Mikilvægt er að próteinvaran sem valin er til neyslu sé lítið unnin, svo sem ferskur fiskur, magurt kjöt, egg og baunir og allt sem vel er grænt.  Velja fæðutegundir saman í máltíð þannig að lífgildi próteinanna verði hátt.

Orðið “protein” er komið úr grísku og þýðir “í fyrsta sæti”.

 

Hvað er fita?

Eftir | Heilsublogg

Fita er sá flokkur næringarefna sem gefur mesta orku. 9 hitaeiningar per gram. Hlutverk fitunnar er að flytja með sér fituleysanleg vitamín, A-, D-, E- og K vitamín. Fita hefur hátt mettunargildi og verndar innri líffæri og fitulag undir húðinni einangrar líkamann.

 Fita er ekki bara sýnileg eins og smjör, majones, rjómi, kjötfita og matarolía, heldur getur hún verið ósýnileg eins og í mögru kjöti, eggjum, mjólk, jógúrti, ostum og feitum fisk eins og síld og lax.

 Við fáum fituna bæði úr jurta og dýraríkinu, og er fitan flokkuð í fimm flokka: Fitusýrur, Þríglýseríð, Fosfólípíð, Steról og önnur fituefni. 95% af allri fitu í fæðunni er þríglýseríð og hafa hagnýta þýðingu sem orkugjafar í venjulegu fæði.

 Fitusýrur skiptast í mettaða, einómettaða og fjölómettaða fitusýrur.

Mettuð fita er svokölluð slæm fita. Þessi fita verður hörð við stofuhita.Hún hækkar kólesteról líkamanns og veldur offitu.
Einómettuð og fjölómettuð fita er líkamanum lífsnauðsynleg og ætti að finnast á matarlistanum

þínum t.d. í formi feits fisks eða olía.
Omettaða fitan getur stuðlað að aukinni fitubrennslu, hækkar ekki kólesterólið og verndar innri líffæri gegn hitasveiflum.