Skip to main content
Flokkur

Uppskriftir

Bounty Terta

Eftir Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Botninn

  • 440 svartar baunir úr dós ( 2 dósir, skola baunirnar í sigti)
  • 1/2 bolli haframjöl
  • 3 msk kakóduft
  • 1/3 bolli sykurlaust síróp eða agave síróp
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 2 tsk vanilludropar

Allt sett í matvinnsluvél eða mixara og þeytt vel saman.
Hellt í hringlaga smelluform ( mitt er millistærð úr IKEA )

Bakað við 180°C í kringum 15 min – fer eftir forminu, ekki baka of lengi

Kókosmassinn

  • 220gr rjóminn úr einni dós af kókosmjólk
  • 40 gr kókosolía
  • 60 gr sykurlaust síróp eða agave síróp

Hitið að suðu í potti og hrærið stöðugt í á meðan, slökkvið á hellunni um leið og suðan kemur upp.

Bætið þá við: 200 gr kókosmjöli og hellið yfir botninn og kælið

Súkkulaðihjúpurinn

  • ½ bolli kókosolía
  • ½ bolli kakó
  • ¼ bolli sykurlaust síróp eða agave síróp
  • Ögn af salti
  • 2 tsk mintudropar eða vanilludropar

Bræðið allt í potti og hellið í glas og leyfið því að kólna. Hellið svo yfir kökun í þremur lögum, frystið á milli

Geymist í kæli

Jarðaberjakaka

Eftir Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Botninn

  • 1 bolli Valhnetur
  • ½ bolli haframjöl
  • ½ bolli döðlur
  • 2 msk kókosolía

Allt sett í matvinnsluvél og þjappa í form og kælt

Osta & Jarðaberjakremið

  • 1 ¼ bolli kasjúhnetur -Látið liggja í sjóðandi vatni í 2 tíma
  • 1 ¼ bolli kókosrjómi úr dós, ekki vökvinn
  • 1 tsk vanilludropar
  • ¼ bolli kókosolía
  • 4 msk sykurlaus síróp
  • ½ bolli frosin jarðaber

Aðferð

  1. Hellið vatninu frá kasjuhnetunum
  2. Blandið öllu nema jarðaberjunum saman þar til silkimjúkt
  3. Hellið helmingnum af blöndunni yfir botninn og kælið í 1 klst.
  4. Bætið jarðaberjunum við hinn helminginn og þeytið saman
  5. Setjið svo jarðaberjakremið ofaná og frystið aftur

Áður enn kakan er borin fram er gott að dreifa jarðaberja- eða hinberjasultu á brúnina og kurla frosnum hinberjum yfir.

Geymist í frysti