Þarft þú að vinna í þinni heilsu?
Lykiláhrif á afkomu fyrirtækja
Það er flestum ljóst að það er starfsfólkið sem hefur lykiláhrif á afkomu fyrirtækisins. Til þess að starfsfólk geti hámarkað afkastagetu sína þarf því að líða vel, vera líkamlega hraust og vera í góðu andlegu jafnvægi. Því miður eru alltof fáir sem stunda reglubundna hreyfingu og staðan er þannig í dag á Íslandi að um helmingur landsmanna eru of þungir og í slæmu ástandi bæði andlega og líkamlega
Kostnaður í formi fjarveru og veikinda
Alltof mörgum starfsmönnum fylgir gjarnan mikill kostnaður í formi fjarveru og veikinda
Allir ættu að vinna markvisst að því að halda starfsmönnum sínum í góðu formi og hjálpa þeim sem eru illa á sig komnir. Það er öllum fyrirtækjum til hagsbóta.
Ég tek að mér að skipuleggja og halda utan um heilsuátak fyrir starfsmenn fyrirtækja. Heilsuátakið er skipulagt í samræmi við hvert fyrirtæki fyrir sig. Í grunninn er heilsuátakið þó eins fyrir alla. Ég kem inn í fyrirtækið og heilsumet alla þá sem vilja vera meðvitaðir um heilsufar sitt. Fitumæling, vigtun og ummálsmæling.
- Mælingarnar eru framkvæmdar í samræmi við hvert fyrirtæki fyrir sig
- Ég sé um útreikninga fyrir árangur
- Allir þátttakendur hafa kost á að fá reglulegan tölvupóst með hagnýtum upplýsingum um æfingar, mataræði og annað heilsutengt efni gegn vægu gjaldi.
Allt að 25% meiri afköst
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem hreyfir sig reglulega getur skilað allt að 25% meiri afköstum en starfsmaður sem stundar ekki reglubundna hreyfingu. Það getur þýtt að fyrir hverja krónu sem fyrirtæki setur í að bæta heilsu starfsmanna sinna fær það fimm krónur til baka í formi aukinnar afkastagetu starfsfólks.
Nánari upplsýsingar telma@fitubrennsla.is eða í síma 898-4015