hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Jarðaberjakaka

Eftir febrúar 16, 2019 febrúar 27th, 2019 Góðgæti & bakstur, Uppskriftir

Botninn

 • 1 bolli Valhnetur
 • ½ bolli haframjöl
 • ½ bolli döðlur
 • 2 msk kókosolía

Allt sett í matvinnsluvél og þjappa í form og kælt

Osta & Jarðaberjakremið

 • 1 ¼ bolli kasjúhnetur -Látið liggja í sjóðandi vatni í 2 tíma
 • 1 ¼ bolli kókosrjómi úr dós, ekki vökvinn
 • 1 tsk vanilludropar
 • ¼ bolli kókosolía
 • 4 msk sykurlaus síróp
 • ½ bolli frosin jarðaber

Aðferð

 1. Hellið vatninu frá kasjuhnetunum
 2. Blandið öllu nema jarðaberjunum saman þar til silkimjúkt
 3. Hellið helmingnum af blöndunni yfir botninn og kælið í 1 klst.
 4. Bætið jarðaberjunum við hinn helminginn og þeytið saman
 5. Setjið svo jarðaberjakremið ofaná og frystið aftur

Áður enn kakan er borin fram er gott að dreifa jarðaberja- eða hinberjasultu á brúnina og kurla frosnum hinberjum yfir.

Geymist í frysti