Hugsaðu um heilsuna
Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og því gott að huga að þessum þáttum þegar heilsurækt er annars vegar.
Vilji maður bæta heilsuna er öruggasta og þægilegasta aðferðin sú að vera á hreyfingu og huga að góðri næringu.
Með því að hreyfa sig má komast hjá löngum og ströngum megrunarkúrum, sem ræna mann orku og lífsþrótti.
Vöðvar í vinnu breyta þeirri orku sem fæst úr fæðunni í hreyfiorku og varma.