Kjúklinga tartalettur ( Fyrir 4 )

2 kjúklingabringur
5 dl kjúklingasoð
250 g grænn aspars, ferskur
2 dl hrein jógúrt
1 epli
1 lítill laukur
1 tsk gult karrýmauk
2 msk létt majónes

Stillið ofninn á 180°C. Komið kjúklingakjötinu fyrir í potti ásamt soðinu. Náið upp suðu. Látið bringurnar sjóða í 5 mín. með lokið á.

Takið pottinn af hellunni og látið kjötið kólna í soðinu. Skerið neðsta hlutann neðan af asparsinum. Skerið hann svo í 4 cm bita, takið höfuðin frá.

Sjóðið stilkana mjúka í léttsöltu vatni í 1-2 mín., setjið höfuðin í og sjóðið í ½ – 1 mín. í viðbót. Saxið epli og lauk mjög fínt og hrærið út í hreina jógúrt, karrýmauk og majónes.

Skerið kjúklinginn í bita og blandið saman við asparsinn. Blandið öllu saman og setjið í tartalettur. Setjið inn í ofn og bakið þar til þetta er orðið gullið og kjúklingurinn eldaður í gegn.