Khao Phad / Steikt grjón

3 tsk. hnetu- eða kornolía
1 tsk. marinn/skorinn hvítlaukur
1 stór laukur, skorinn smátt
2 egg
4 bollar soðin hrísgrjón
1 tómatur, skorinn í 8 bita
1 vorlaukur (scallion),saxaður í bita
2 tsk. soyasósa
1/2 tsk. svartur pipar
1 tsk. fiskisósa
1 tsk. sykur
1 tsk. hvítur pipar
nokkrir gúrkubitar.

Hitaðu olíu á Wok pönnu (eða venjulegri), bættu hvítlauk út í og hitaðu í 1 mín.

Bættu lauknum út í og steiktu í 1 mín. Bættu eggjunum út í og hrærðu mjög vel á meðan.

Að síðustu seturðu soðnu hrísgrjónin saman við og restina af uppskriftinni.

Hrærðu vel í 2 mín. Stráðu vorlauknum og gúrkubitum yfir réttinn og berðu fram.
Einnig gott að nota afganga af kjúklingi eða svínakjöti út í.