Mexíkósk kjúklingasúpa með sýrðum rjóma

2 laukar
4 pressaðir hvítlauksgeirar
2 msk olía

Þetta er gyllt saman í stórum súpupotti og síðan er eftirtöldu hráefni bætt út í:

2 dósir niðursoðnir tómatar
1 kjúklingateningur
1 nautakjötsteningur
1/2 lítri vatn
1 lítri Rynkeby tómatdjús
1 msk. kóríanderduft
1 1/2 tsk. chilipiparduft
1 1/2 tsk cayenne pipar
1 steiktur kjúklingur, skinnið tekið af og kjötið skorið í bita

Látið malla saman í potinum í um það bil hálftíma.

Þessi súpa er mjög bragðmikil og hana er hægt að nota í veislum og þá er hún borin fram með doritosflögum, sýrðum rjóma og brauði.
Doritosflögur eru fyrst teknar og muldar á súpudiskinn, síðan er um það bil ein matskeið af sýrðum rjóma sett yfir flögurnar og svo er súpunni ausið yfir þetta.

Og vessgú!