Gulróta- og eplasúpa

1/2 mtsk kókosolía
1/2 blaðlaukur
Hnífsoddur engiferduft, má sleppa
5 gulrætur
1 epli
1/2 lítri vatn
1 ger- og msg laus grænmetisteningur

Aðferðin: Blaðlaukurinn steiktur í potti í kókosolíunni með engiferduftinu í smástund. Gæta þarf þess að steikja hann á lágum hita svo hann mýkist en brenni ekki. Á meðan eru gulræturnar þvegnar og hreinsaðar, ef ljótar, og eplið þvegið og afhýtt. Allt skorið smátt og hent út í sem og vatni og teningi. Látið sjóða í 10-15 mínútur.

Þetta er ljúffeng og dásamlega fljótleg súpa.