Léttur kjúklingaréttur ( fyrir 4 )

4 bollar, soðið, smátt skorið kjúklingakjöt
2 bollar sneitt sellerí
2 grófar brausneiðar, rista og mylja
1 bolli salasasósa, úr krukku
1/2 bolli kokosmjólk
1/2 bolli saxaður laukur
Pipar
½ bolli furuhnetur ristaðar
½ bolli möndluflögur, ristaðar

Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu saman í skál, nema hnetum og möndlum. Setjið blönduna í eldfast mót og dreifið hnetunum yfir. Lokið mótinu og bakið í 30-40 mínútur. Takið lokið af og bakið áfram í 10 mín. (Hægt er að loka mótinu með álpappír).