Ávaxtakjúlli

4 kjúklingabringur
salt og pipar

smyrjið 1 tsk. af mango-chutney á hverja bringu og snögg steikið báðar hliðar.
Leggið í eldfast mót með smá olíu og vatni í botninum.

Saxið niður heilan rauðlauk og stráið yfir bringurnar.
Skerið niður 20 sveskjur – 20 vinber – 1 grænt epli – 1 appelsínu og stráið yfir ásamt slatta af furuhnetum og kókosflögum og hellið 1 dl af kókosmjólk light yfir.

Það er hægt að henda hvaða ávöxtum sem er í þetta t.d mangó, grape, banana ofl.
Hitið í 30 mín við 200 gráðu, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.