Jarðaberja Naut

Nautakjöt
Sojasósa
Olía
Tímian
Klettasalat
Maldon salt
Svartur pipar
Jarðaber

Skerið kjötið í strimla.
Blandið saman mikilli sojasósu og tímiani og látið kjötið liggja í leginum í góða stund.
Steikið það svo á pönnu upp úr olíu.
Leggjið kjötið í hreiður af klettasalati, hellið vökvanum af pönnunni yfir.
Saltið og piprið og dreifið svo ferskum jarðaberjum yfir.

Berið fram strax með góðu rauðvíni.