Blómkál og Brokkolí ( Fyrir 4 )

350 gr blómkál
350 gr broccoli
1 bolli hrein jógúrt
2 bolli magur ostur (11%) rifinn
2 tsk sterkt sinnep
4 msk brauðrasp (t.d. úr speltbrauði eða heilhveitbrauði)
Heilsusalt (Herbamare)
Svartur pipar
Timian og hvítlaukur

Sjóðið blómkál og broccolí í léttsöltu vatni í 8-10 mínútur. Sigta og kæla.
Setjið jógúrt, rifinn ost og sinnep í skál og hræra saman.
Kryddið með salti og pipar og setjið þetta svo yfir grænmetið.
Setjið brauðrasp yfir sósuna.
Setjið í eldfast mót inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur við 200°C.