Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu ( fyrir 2 )

Tvö silungsflök (klausturbleikju fæst ódýrt og gott í Krónunni)
1 sæt kartafla
1/2 poki ferskt spínat
1/2 dós kókosmjólk light
1 tsk rautt karrímauk
1 msk fiskisósa
safi af 1/2 límónu
1 tsk Agave sýróp
pipar
ólífuolía

Smyrjið botn á eldföstu móti með olíunni og raðið spínatinu ofan á.
Silungsflökunum er komið fyrir ofan á spínatinu. Salti og pipar stráð yfir.
Sæta kartaflan flysjuð og skorin í strimla og dreifið jafnt yfir réttinn.
Kókosmjólk, karrímauki, fiskisósu, límónusafa og Agave sýrópi blandað saman í skál og hrært. Sósunni hellt yfir réttinn og bakað við 200 gráður í ofni í 25-30 mínútur. Gott með salati (og hrísgrjónum, ef vill).