Ofnbakaður Hvítlauksþorskur ( fyrir 4 )

500 gr. þorskur
Extra Virgin ólífuolía
Parmesan ostur, rifinn,
Börkur af 1/5 appelsínu, eða sítrónu
Steinselja, söxuð
2-3 hvítlauksrif, saxað smátt
Safi úr 1/2 sítrónu

Leggið þorskinn á álpappír, ásamt ávaxtabörknum og hvítlauknum.
Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn og hellið dálítilli ólífuolíu yfir.
Rífið yfir ferskan parmesan ost í lokin.
Brjótið síðan álpappírinn yfir fiskinn, og lokið.
Hitið ofni í 200 °C, og steikið fiskinn í ofni í u.þ.b. 15 mínútur.

Berið fram með soðnum kartöflum, sem gott er að blanda saman við ólífuolíu og ferska steinselju.