Ofn Grillaður Lax

1 stórt laxaflak
1 krukka Mango chutney sweet sósa
1 poki pistasíuhnetur
Bökuð kartafla
Tómatar

Laxinn settur á álpappír, Mango chutney sósan smurð ofan á flakið.
Pistasíuhneturnar saxaðar smátt, ristaðar á þurri pönnu og sáldrað yfir laxinn.
Leggið álpappír yfir og pakkið laxinum inn.
Gott er að láta þetta marinera í 2-4 klukkustundir áður en laxinn er settur í ofninn.
Stillið á grillið í ca. 10 mínútur.

Penslið tómatana með olíu og steikið þar til þeir verða hæfilega mjúkir. Kryddið tómatana með örlitlu salti þegar skinnið fer að springa.

Kryddjurtarjómi: 5% sýrður rjómi og kotasæla hrærð vel saman, fínsaxaðri steinselju og vorlauk ásamt estragoni bætt út í. Bragðbætt með grófmöluðum pipar.