Engiferýsa

650 gr. Ýsubitar
Pipar & salt
Raðið ýsubitum í eldfast mót og sáldrið salt & pipar yfir.
Sósa:
1 ¼ dl appelsínusafi
2 tsk sítrónusafi
2 tsk maismjöl
1 tsk sojasósa

Allt sett í pott og hitað á miðlungshita þar til sósan þykknar.
Hrærið út í blönduna 2 stóra lauka, þunnt sneidda og 1 ½ tsk. af söxuðu engifer, og takið af hitanum.

Hellið sósunni yfir og bakið í 30 mín eða þar til fiskurinn lostnar auðveldlega í sundur.