Eggjakaka með spínati

1 meðalstór laukur, smátt saxaður
3 msk ólífuolía
200 – 400g spínat, skolað, látið renna af og skorið í ræmur
salt & pipar eftir smekk
ögn af múskati
3 tómatar, afhýddir og saxaðir
6 egg, lauslega þeytt saman

Laukurinn steiktur gullinn í olíunni.
Grænmeti og kryddi bætt út í og hrært í þar til spínatið er meyrt.
Eggjahrærunni hellt út á og látið stirðna undir loki á mjög lágum hita í 10-15 mínútur.
Gott er að láta eggjakökuna þorna að ofan undir glóðarrist áður en hún er lögð saman, en ekki nauðsynlegt.
Borin fram heit eða köld með grænu salati.