Þörf fyrir sætindi?

Af hverju fæ ég mikla þörf fyrir að borða sætindi?

Hefur þú velt því fyrir þér hvers vegna konur fá löngun í súkkulaði á meðan karlmenn fá löngun í pizzu? Margar kannanir hafa leitt í ljós að konur fá löngun í mat oftar en karlar. Hver vegna?

Löngun í súkkulaði
Skyndilega matarþörf má yfirleitt rekja til hormónastarfseminnar. Þörfin er því ekki ímynduð, hún er raunveruleg. Þó svo að við látum stundum tilfinningar stjórna því hvernig við borðum, þá sýna rannsóknir greinilega að mikil/skyndileg þörf fyrir tiltekna fæðu myndast oftast vegna óreglu á hormónastarfsemi. Háskólakönnun rannsakaði matarþörf 568 einstaklinga og leiddi í ljós að súkkulaði var helsta valið hjá helming kvenna í könnuninni. Könnunin sýndi einnig að súkkulaðiþörfin náði hámarki yfir blæðingartíma og byrjaði þremur dögum áður en blæðingar hófust. Þegar konur fá skyndilega matarþörf er það oftast löngun í súkkulaði. Það eru nokkrar sálfræðilegar skýringar á því. U.þ.b. viku fyrir blæðingar notar líkaminn meira magnesíum. Þegar þig skortir magnesíum færðu löngun í súkkulaði og önnur sætindi. Ástæðan er líklega mislukkuð tilraun líkamans til að nálgast magnesíum.

Lausnin?
Því ekki að prófa að taka magnesíum fæðubótarefni áður en blæðingar hefjast þannig að þú skemmir ekki heila viku af hollu mataræði með því að hlaða í þig súkkulaði og sætindum. Það hefur margsinnis verið sagt að skortur á steinefnum leiði af sér mikla matarþörf. Fyrir utan magnesíum, þá getur ófullnægjandi neysla á krómi og sínk stuðlað að verulegri löngun í óhollustuna. Ef þú hefur skyndilega þörf fyrir kolvetni þá gæti skýringin verið sú að þig vantar meira af sínk. Og þegar þér finnst sem þú værir tilbúin að fórna hægri höndinni fyrir eitthvað sætt, athugaðu þá hvort þú fáir nóg af krómi. Annað sem þú skalt huga að er á hvaða tíma dags þú færð löngunina. Ef það er á kvöldin, getur þá verið að þú sért ekki búin að borða nóg yfir daginn? Borðaðu fjórar til sex hæfilega stórar máltíðir á dag til að forðast sukkerí kvöldins. Þú skalt einnig tryggja að þú fáir nóg af trefjum – það hjálpar þér að fá meiri fyllingu.

Önnur orsök fyrir óstjórnandi matarlöngun
Hún gæti verið skortur á B-6 vítamíni. Stundum er það ekki nema eitt slæmt tímabil af óstjórnandi óhollustu sem kemur í veg fyrir að þú missir síðustu aukakílóin. Áður en þú ferð í ferðalag slæmrar samvisku, prófaðu þá að byrgja þig upp af vítamínum og steinefnum og vertu viss um að þú sért að borða nóg af hollum mat yfir daginn.

Ráðlögð neysla á dag:

  • Magnesíum 320mg
  • Járn 18mg
  • Sínk 15mg
  • Króm 120mcg
  • Trefjar 25g