Koffín fyrir æfingu?

Af hverju ætti ég að taka koffín fyrir æfingu?

dreamstime_10284910Koffín eykur árangur þeirra sem stunda lóðaþjálfun.
Koffín eykur úthald með því að spara glýkógen í vöðvum (kolvetnabirgðir). Það bætir líka afkastagetu, skammtíma árangur með því að auka andrenalín og virkja miðtaugakerfið.

Sumir vísindamenn telja að koffín auki árangur með því að minnka sársauka og telja að aspirín geti verið árangursríkt fæðubótarefni fyrir íþróttafólk. Könnun í Baylor háskóla sýndi að koffín var árangursríkara en aspirín í að auka vöðvaúthald í bekkpressuprófi með margar endurtekningar. Aspirín sýndi ekki fram á neinn árangur hjá þeim sem stunduðu lóðaþjálfun, né heldur á áreynslu á meðan á æfingu stóð.

Koffín er frábært fæðubótarefni til að nota fyrir æfingar. Það aðstoðar við að mynda hvata til að æfa og stuðlar að auknum árangri.

Journal of Strength and Conditioning Research, 22: 1950-1957, 2008