Byrjandi í ræktinni?

Þarf ég að hafa þjálfara eða ætti ég að lyfta sjálf?

Ef þú ert að byrja að lyfta er góð hugmynd að ráða þjálfara í 1 eða 2 skipti. Gjaldið er misjafnt en það er þess virði. Eitt slíkt skipti veitir þér aðgang að öruggri og góðri æfingaáætlun frá fagmanni.

Leitaðu eftir þjálfara sem samrýmist þér og þínum þörfum og hefur reynslu af að vinna með þínar sérþarfir. Ef þú ákveður að ráða ekki þjálfara gæti verið gott að fjárfesta í góðu kennslumyndbandi eða bók sem sýnir og skýrir tæknina.