BCAA og íþróttafólk?

Hvers vegna er BCAA svona mikilvægt fyrir íþróttafólk?

BCAA (Branched-Chain Amino Acids) amínósýrur vinna að endurbata og auka ónæmi.
BCAA amínósýrurnar levsín, isólevsín og valín eru notaðar til hins ítrasta á meðan æft er. Þær eru nauðsynlegar amínósýrur sem þýðir að þú þarft að fá þær úr mataræðinu. Skortur af þessum mikilvægu amínósýrum getur orsakað þreytu og því getur það verið ákjósanlegt fyrir íþróttafólk að taka BCAA fæðubótarefni.

Niðurstaða vísindamanna við Pavia háskólann í Ítalíu sýndi að BCAA orsakaði ekki aukin árangur á meðan æft var heldur stuðluðu amínósýrurnar að endurbata og efldu ónæmiskerfið. Þessar amínósýrur, og þá sérstaklega levsín, virkja efni sem vinna að nýmyndun próteina, hægja á niðurbrotum próteina, og geta hugsanlega minnkað eymsli vöðva eftir æfingar. BCAA eru líka nauðsynlegar fyrir framleiðslu mikilvægra fruma og efna sem koma að ónæmiskerfinu. Að geta æft ákaft, endurnærst, og svo æft ákaft aftur skiptir höfuðmáli fyrir árangur afreksíþróttafólks. BCAA geta hjálpað fólki sem stundar lóðaþjálfun að æfa stífar, reglulegar og að endurnærast á skemmri tíma.

Journal Sports Medicine Physical Fitness, 48:347-351, 2008