Armbeygjur eða bekkpressa?

Armbeygjur eða bekkpressa?

474778_370479129654412_146640468704947_987241_342925226_oÞó svo að armbeygjur og bekkpressa líta út fyrir að vera mjög líkar æfingar þá virðist vera nokkur munur á þeim þegar á að einangra ákveðinn vöðva. Það fer allt eftir því hvernig grip þú notar. Rannsókn sem var kynnt í Journal of Strength and Conditioning Research hefur leitt í ljós að í báðum æfingum þá er þríhöfðinn virkari þegar notað er þröngt grip (styttra er milli handleggja).

Hinsvegar, í armbeygjum, þá er brjóstvöðvinn virkari með þrengra gripi heldur en í bekkpressu. Í bekkpressu er brjóstvöðvinn virkari með víðara gripi. Með því að færa gripið úr víðara í þrengra í bekkpressu fer álagið frá bjóstvöðvanum yfir í þríhöfðann.