Af hverju lóð?

Af hverju ætti ég að lyfta lóðum?

Það er fullt af góðum ástæðum, sérstaklega ef þú ert kona. Á aldrinum 35-40 ára fara flestar konur að missa “bone mass” sem getur valdið beinþynningu, þar sem beinin verða stökkari.

3

Æfingar með lóðum geta unnið gegn þessu eða jafnvel snúið ferlinu við. Það eru einnig fleiri kostir. Þær geta bætt jafnvægið og aukið hreyfigetuna, komið í veg fyrir álagsmeiðsl og hjálpað þér að losna við kílóin og halda þeim af !

Eftir fyrstu mánuðina getur þú búist við að sjá 20-40% aukningu í vöðvastyrk sem léttir mörg verk, s.s. að slá garðinn, bera matarpokanna, þrífa húsið og vera í vinnunni.