Af hverju heilkorna?

Af hverju er æskilegra að velja heilkornavörur en fínunnar vörur?

Það er einfaldlega vegna fjölda mikilvægra næringarefna sem finnast í heilu korni:

Healthy vegetarian sandwich with whole grain bread,alfalfa,hummu

Trefjar, hafa mjög góð áhrif á meltinguna, lækka kólestról og vernda ristilinn gegn krabbameini. Þau gefa einnig góða fyllingu, sem hjálpar til að halda þyngdinni í skefjum.

Járn, sem er lífsnauðsynlegt, það flytur súrefni til frumnanna og er nauðsynlegt fyrir virkni margra ensíma. Járnskortur veldur blóðleysi og lýsir sér í þreytu, höfuðverk og máttleysi.

Kalíum, heldur blóðþrýstingnum og vökvamagninu í jafnvægi, stuðlar að réttri virkni vöðva og að frumur líkamans starfi rétt. Nægileg neysla kalíums getur unnið gegn hjartasjúkdómum, hjartaáfalli, blóðsykurskorti og offitu.

Magnesíum, er fjórða algengasta efnið í líkamanum og er nauðsynlegt til að halda uppi efnaskiptum líkamans svo að starfsemi vöðva og hjarta gangi eðlilega.

Fólat, er nauðsynlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra (DNA) og einstakra amínósýra. Það vinnur með B12-vítamíni við að mynda heilbrigðar blóðfrumur, og of lítil neysla hægir á frumuskiptingu, einkum í örum vexti, svo sem blóðfruma í beinmerg. Verði fólatneyslan of lítil getur amínósýran hómósystein hækkað í blóði en hún er talin auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Andoxunarefni, vernda líkamann gegn sindurefnum sem geta skaðað lifandi frumur, veikt ónæmiskerfið og leitt til myndunar sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbameins. Einnig er talið að þau hægja á öldrun.

Dæmi um heilkornavörur eru:
• Rúgbrauð
• Heilkornabrauð
• Hafragrjón
• Heilhveiti pasta
• Hýðishrísgrjón