Blog

Settu þér markmið fyrir árangur!

markmiðMarkmiðasetning

Þú nærð ekki árangri ef þú setur þér ekki markmið. Hugsaðu þér langtíma markmið og brjóttu það svo niður í minni og yfirstíganlegri verkefni. Finndu þér síðan hvatningu til að hjálpa þér að ná markmiðinu. Hvers konar markmið er ég að tala um? Krefjandi og raunhæf markmið.

Í fyrsta lagi: Hugsaðu vel og vandlega um hvað þú vilt. Vertu alveg viss um að markmiðin sem þú setur þér séu eitthvað sem þú vilt ná, ekki eitthvað sem samfélaginu eða fjölskyldu og vinum finnst þú eigir að gera. Þegar upp er staðið þá er þetta þitt líf og þú verður að lifa því fyrir sjálfa/n þig. Þér gæti fundist þetta pínu sjálfselskt en hvað með það? Stundum þarf maður bara að vera örlítið sjálfselskur, sérstaklega ef það gerir þér kleift að hugsa vel um sjálfa/n þig.

Í öðru lagi: Mundu að markmið eru ekki ósveigjanlegar hindranir sem þýða að þér eigi að líða illa yfir því að ná þeim ekki. Það skiptir ekki máli ef þú nærð ekki markmiðinu nákvæmlega þegar þú ætlaðir þér. Þú getur ekki séð fyrir fram hvað gerist í lífinu og í hverju þú lendir en þú getur valið hvernig þú tekur á þeim aðstæðum sem upp koma, í því liggur styrkur þinn. Ef þú ferð útaf beinu brautinni farðu þá aftur inn á hana og ekkert múður!

Í þriðja lagi: Við verðum öll að vera raunsæ þegar við setjum okkur markmið. Kona sem er 160 cm á hæð og þrekvaxin kemur aldrei til með að verða lágvaxin og fíngerð, sama hversu mikið hún leggur á sig. Hún getur hins vegar sett sér það markmið að komast í gott form og bæta vöðvamassann. Setjum okkur markmið sem eru raunhæf og líkleg til árangurs.

Er vit í þessu? Niðurstaðan er sú að markmið veita manni stefnu. Þau hjálpa til við að veita manni fókus svo við getum látið drauma okkar rætast, sama hversu stórir eða smáir þeir eru.