Blog

Gleðilegt nýtt ár!

Nú er árið að líða og nýtt að líta dagsins ljós!

Nýja árið er svo mikilvægt því nú ætlum við að byrja á einhverju nýju! Eitt stærsta og mesta áramótaheit sem fólk setur sér er að komast í betra form. Auðvitað, við komumst ekki langt ef heilsan er í ólagi. Enn því miður er það líka það heiti sem fólk gefst oftast upp á 🙁 og af hverju, jú vandamálið er skortur á aga og einbeitningu. Fólk æðir of mikið úr einu í annað sem verður til þess að markmiðið losnar upp og gleymist!

Ekki gleyma að setja sjálfan þig í fyrsta sæti! Þitt áramótaheit getur verið að gefast ekki upp fyrr enn markmiðum þínum er náð. Við búum í hröðu samfélagi þar sem allskonar hlutir toga okkur að sér og draga okkur í allar áttir, taka af okkur mikla orku og mikinn tíma. Við höfum öll aðeins 24 klst. á dag og það virðist eins og við þurfum að minnsta kosti 25 bara til að vera á sama stað, hvað þá að halda áfram og gera betur. Lykilatriðið af öllum árangri er að setja sér markmið. :O)

dreamstime_12374263Lífið er röð ákvarðanna! Þú veist það nú þegar að þú þarft að borða minna og æfa meira til að komast í betra form, allt annað er bara rugl, alveg sama hvaða lausn þér er boðin, þetta eru engin geimvísindi. Ástæðan fyrir því að svo margir gefast upp er vegna þess að flestum skortir aga og þekkingu til að gera það sem þarf til. Ef þú byrjar í ræktinni og sérð ekki þann árangur sem þú vilt sjá strax, þá skal ég lofa þér því að hann kemur ef þú heldur áfram… hann kemur EKKI ef þú hættir. Hver kannast ekki við það að þetta sé erfitt.. DJÖ… erfitt, það erfitt að maður er við það að gefast upp. ENN nei, það er ekki í boði og það sér enginn ávinning í því að vera deyjandi manneskja.. þú vilt lifa lífinu lifandi.

Ekki hætta. Ekki alltaf hætta! Til að ná árangri verðum við að klára verkið sem við hófum. Auðvitað átt þú eftir að svindla á mataræðinu og sofa í stað þess að æfa. Hverjum er ekki sama. Aðalatriðið er að þú haldir samt áfram! Hvort langar þig meira til að vera með feitann rass og gefast upp, eða púla og vinna fyrir hraustum líkama og sigra. Veldu nú!

Þín hjálp! Ef þú þarft mína hjálp, þá er ég hér. Ég myndi hjálpa þér á allan þann hátt sem ég get. Ég er ástríðufull um að sjá fólk gera jákvæðar breytingar á lífi sínu, sjá fólk setja mikla vinnu í það að ná draumum sínum.

Ég sendi öllum, nær og fjær, mínar bestu áramótakveðjur. Megi árið 2017 verða okkur öllum gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt.

Lifum heil!