Næring 101

Hlutverk fæðunnar og næringarefnanna er fyrst og fremst að veita líkamanum orku og nauðsynleg næringarefni. Fæðan hefur líka félagslegt og menningarlegt gildi. Við megum ekki gleyma ánægjunnar sem góð máltíð veitir okkur. Maturinn á ekki að vera eingöngu til að seðja hungrið heldur á hann að veita okkur þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. „Því megum við aldrei gleyma.“

Orkuefni fæðunnar eru:
1. Kolvetni 4 kcal í einu grammi
2. Prótein 4 kcal í einu grammi
3. Fita 9 kcal í einu grammi
4. Svo má ekki gleyma áfenginu sem gefur okkur 7 kcal í einu grammi.

Hlutverk næringarefnanna eru aðallega þrenns konar:
1. Að veita líkamanum orku
2. Að veita líkamanum þau efni til uppbyggingar og viðhalds vefja og efnasambanda
3. Að veita líkamanum þau efni sem stilla og stjórna efnaskiptunum í honum. Með efnaskiptum er átt við allar þær efnabreytingar sem eiga sér stað í frumunum og viðhalda lífi.

Dagleg hreyfing, regla á máltíðum og hollur matur, þar sem skammtastærð, fitu og sykri er stillt í hóf er það sem þarf til að viðhalda hraustum líkama. Það eru oft einföldustu hlutirnir sem skila mesta árangrinum. Svo einfaldir að þú munt ekki skilja hvers vegna þú hafir ekki fylgt þeim eftir alla ævi.

Hversu mikið við þurfum að næringarefnum og orku fer eftir m.a. aldri, kyni, hæð, þyngd og heilbrigðisástandi.  Meðalorkuþörf fullorðinna er 2000-2700 kcal á dag og er það miðað við manneskju sem ekki þarf að grenna sig!

Í líkama okkar eru sömu efni og við fáum út matnum. Mestur hluti líkamans er vatn, þar næst koma prótein og fita. Fitumagnið er hins vegar mjög misjafnt eins og sjá má berum augum.