Megrun/kúrar?

Hvað er megrun?

Megrunarkúrar sem lofa skyndilausnum munu ekki halda kílóunum frá til lengri tíma því þeir breyta ekki matarvenjum þínum. Til að halda líkamanum hraustum og sterkum, þarftu leið sem virkar á hverjum degi – það sem eftir er.

Öll skyndiáhlaup á þyngdina eru ekki vænleg til árangurs þegar til lengri tíma er litið. Ástæðan er sú að ef við borðum mjög lítið, hægist á brennslunni og við léttumst hægar fyrir vikið. Það er þó fleira sem mælir gegn ströngum megrunarkúrum, það er einfaldlega erfitt að halda þá út til lengdar. Það er mun vænlegra til árangurs að breyta um lífsstíl en fara í megrun. Það þarf að líta í eigin barm og skoða hverju við treystum okkur til að breyta í daglegum lifnaðarháttum varðandi mat og hreyfingu. Til að endurmeta neysluvenjurnar er gott að hafa Emmin þrjú í huga:
rétta Máltíðamynstrið, rétta Magnið og rétta Matinn.

Samspil holls mataræðis og hreyfingar er yfirleitt besta leiðin til að léttast á heilsusamlegan hátt. Líta ber á megrun sem langtímaverkefni. Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að skyndilegt þyngdartap er oft og tíðum skammtímalausn sem endist stutt. Þegar einhver léttist hratt er það venjulega vegna þess að hann/hún tapar miklum vökva, en hann er fljótur að safnast fyrir aftur.

Ein helsta röksemdin fyrir því að hreyfa sig er að betra líkamsástand getur dregið úr hættu á menningarsjúkdómum, t.d. hjartasjúkdómum, sem og krabbameini.

Viltu missa 2-3 kg. á viku? Ég hef lausn fyrir þig – Hringdu strax!
Vá hvað þetta myndi selja landanum. Að léttast skjótt! Ekkert mál. Borðar mjög lítið. Með því missir þú mikinn vökva og jafnvel smá vöðva, ert slöpp, þreytt og pirruð! Lítið af kolvetnum og mikið af próteinum, þetta virkar mjög vel, enn ekki til langs tíma. Þegar þú ert komin í kjörþyngd og vilt skerpa línur líkamans er nauðsynlegt að gera þetta til að ná því fram. Enginn heilbrigð kona er þannig allt árið, alltaf!!

Mataræðið þitt á að hjálpa þér að auka vöðvamassa og brenna fitunni um leið, þá fyrst lítur þú út eins og heilbrigður og hraustur einstaklingur, full af orku og lífsgleði ;O)