Alkahól

Hvað er alkahól?

Alkóhól er ávanabindandi og inniheldur 7 kaloríur per gram.  Það veldur vökvatapi sem kemur fram sem mikill þorsti daginn eftir dry.  Með vökvatapinu tapast einnig mikið af steinefnum og líkaminn á erfitt með að nýta vitamin og önnur næringarefni.
Alkahól veldur því að fita safnast saman í lifrinni og getur mikil neysla haft afar slæm áhrif á lifrina.

Langvarandi drykkja fer illa með hjartað, getur valdið háum blóðþrýstingi og jafnvel getuleysi hjá karlmönnum.

Áfengi leysist upp í meltingarveginum og um það bil 10-20% strax í maganum. Matur hefur því áhrif á hversu auðveldlega áfengi kemst í æðakerfið og út til líffæranna.
Í meltingarveginum eru nokkrir efnahvatar sem brjóta niður áfengi áður en það kemst út í blóðið. Lifrin gegnir svo því hlutverki að losa líkamann við áfengi með því að umbreyta því í önnur efni.

Starfssemi lifrarinnar er stöðug og sami hraði helst á efnaskiptunum, jafnvel þótt áfengi í blóðinu aukist. Lifrin brýtur því alltaf niður sama magn af áfengi – sem er um það bil einn áfengissjúss á klukkustund – og enginn utanaðkomandi áhrif, s.s. göngur, kaffidrykkja eða sturta, hraða starfsemi lifrarinnar.
Lifrin losar líkamann við um 90% af áfenginu á þennan hátt og einungis 5-10% af áfenginu er skilað óbreyttu úr líkamanum gegnum öndun, þvaglát og svita.

Að neyta alkóhóls í hófi er það sem gildir alveg eins og með öll hin næringarefnin.