Af hverju grænt te?

Grænt te

dreamstime_11074382Grænt te hefur verið notað í óralangan tíma sem ,,orkugefandi” fitubrennsluefni. Þangað til nýlega, þá var haldið að þessi áhrif væru einungis frá koffíninu sem finna má í grænu te.

Hinsvegar gefa nýjar rannsóknir til kynna að fitubrennsluáhrif græns te eru meiri heldur en búast mætti við af koffín innihaldinu einu saman. Þessi auknu fitubrennsluáhrif eru út af ákveðnu “catechin” sem kallast epigallocatechin eða EGCG.

Þetta efni virðist auka líftíma og virkni noradrenalíns í líkamanum, sem eykur losun fitu frá fitufrumum og brennslu þeirra í vöðvafrumum. Þessi virkni er líka mjög góð í sameingingu við koffín, því koffín eykur myndun noradrenalíns.

 

Einnig hefur grænt te þann kost að vera vatnslosandi og þráavarnar áhrif þess geta hugsanlega varið vefi líkamans gegn krabbameini og oxunar skemmdum.

Ekki bara kaupa grænt te, heldur drekka það líka. Fyrir ykkur sem komið því ekki niður þá er hægt að kaupa það í hylkjum.