7 algeng mistök

7 algeng mistök við grenningu

Þú borðar. Þú æfir. Hvernig stendur á því að belgurinn er ennþá hangandi yfir buxnabeltið? Það er líklega vegna þessara algengu mistaka:

1. Þú innbirgðir mat.
Ef þú værir rotta þá myndir þú borða í 15 mínútur, verða saddur og hætta að borða. En þú ert ekki rotta. Þú borðar líklega svo hratt að maginn hefur ekki tíma til að tilkynna heilanum að segja munninum þínum að hætta að tyggja matinn áður en maginn springur.
Lausn: Prófaðu þessa aðferð næst þegar þú borðar. Með hverjum bita, tyggðu 30 sinnum, kyngdu, leggðu frá þér gaffalinn og fáðu þér sopa af vatni. Sjáðu hvað það tekur þig langan tíma að borða. Í næstu máltíð, gefðu þér jafn langan tíma til að borða en án þessarar rútínu. Önnur lausn til að lengja tímann sem þú ert að borða: Slökktu á sjónvarpinu, leggðu frá þér tímaritið og skapaðu raunverulegar samræður. “Tala meira, borða hægar”.  Við erum alin upp við “tala minna, borða meira”

2. Þú ert að svelta þig
Að borða of fáar hitaeiningar, sérstaklega prótein hitaeiningar, þvingar líkamann til að geyma hitaeiningar frekar en að brenna þeim. Það gerir það líka að verkum að líkaminn brýtur niður vöðvavef til að nota sem orku fyrir mikilvæga líkamsstarfsemi. Sá vöðvavefur er lykilatriði fyrir efnaskiptin þín, eða þeim hraða sem þú brennir hitaeiningum. Meiri vöðvar þýðir hraðari efnaskipti og minni líkamsfita.
Lausn: Þú þarft að skera niður hitaeiningar til að léttast (losaðu þig við 500 í dag með því að sleppa einni bjórdós, 30 flögum og einu Oreo kexi úr mataræðinu). En þú þarft að vera viss um það að þú sért að borða a.m.k. 1,600 til 1,800 hitaeiningar á dag til að hægja ekki á efnanskiptunum. Aldrei sneiða hjá próteinum í mataræðinu. Ef þú ert um 90kg þá þarftu að lágmarki 75 grömm af próteinum (u.þ.b. tvær kjúklingabringur) á dag til að viðhalda vöðvamassa.

3. Þú færð ekki nægan svefn
Skortur á svefni minnkar líkurnar á því að þú losnir við spikið. Rannsóknir sýndu að heilbrigt fólk sem svaf í aðeins 4 til 7 klukkustundir í 6 nætur samfleitt, var með hærra hlutfall af insúlíni og glúkósa í blóðinu. Það er slæmt efnsskiptaástand fyrir þann sem er að reyna að léttast þar sem umfram magn af insúlíni eykur geymslu á líkamsfitu.
Lausn: Sofðu í 8 klukkustundir allar nætur og reyndu að halda þig alltaf við sömu 8 klukkustundirnar þ.e.a.s. myndaðu reglulegt svefnmynstur. Finndu þann tíma sem þú þarft að vakna flesta morgna og vertu viss um að þú sért kominn á koddann 8 klukkustundum áður.

4. Þú ert trefjasnauður
Flest unnið brauð og morgunkorn inniheldur lítið af trefjum, næringin sem fyllir þig að innan, ekki utan. Matur sem er ríkur af trefjum stuðlar líka að heilbrigðum blóðsykri og insúlíni.
Lausn: Það gæti verið góð hugmynd að minnka neyslu á kartöflum (sérstaklega þeim frönsku). Sérfræðingar segja að kartöflur keyra upp blóðsykurinn, það sama má segja um kartöfluflögur, hvítt brauð, trefjasnautt morgunkorn og morgunverðastangir. Heilkorna morgunkorn, hnetur og baunir er aftur á móti eitthvað sem þú ættir að leggja þér til munns.

5. Þú ert þurr
Fáðu þér annað stórt, ískalt glas af vatni. Þegar þú ert að reyna að léttast, þá er vatnið æfingarfélagi þinn. Þú þarft það til að flytja næringarefni í vöðvana. Þú þarft það til að melta mat og til að halda efnaskiptum virkum. Vatnið sér líka til þess að þú ofhitnir ekki á heitum æfingardögum.
Lausn: Byrjaðu daginn á því að fylla tveggja lítra flösku af vatni. Markmiðið þitt er að drekka það að lágmarki yfir daginn. Það er bara betra ef þú fyllir aftur á flöskuna. Glært eða ljósgult þvag er oft tákn um það að þú drekkur nóg af vatni.

6. Þú kannt ekki að elda
Þú fórst í smíði í staðinn fyrir matreiðslu. Þú átt auðvelt með verkfæri en gengur verr að meðhöndla eldhúsáhöldin. Sá sem kann aðeins að meðhönda símann í eldhúsinu er dæmdur til að lifa á fitu, salti, hvítu brauði og sykri þ.m.t. pizzu.
Lausn: Farðu í eldhúsið (herbergið þar sem ofninn,vaskurinn og ísskápurinn er). Opnaðu frystinn og þar ættir þú að finna frosin ber og grænmeti, sem eru svo góð sem ný en endast mun lengur. Kíktu í skápana. Þar ættir þú að sjá grænmeti í dósum, fitusnauðar súpur, þurrkaða ávexti og haframjöl. Þessar matvörur hjálpa þér að léttast þar sem þær gefa góða fyllingu en eru snauðar af hitaeiningum. Best af öllu þá þarftu ekki meira en dósaopnara og örbylgjuofn til að gera það gott til neyslu.

7. Þú heldur að hreyfing tryggi árangurinn
Æfingarnar einar og sér tryggja ekki að þú verðir grannur. Nýleg rannsókn á fólki í hernum sýndi að þeir sem juku æfingarnar um þrjú skipti í viku yfir þriggja ára tímabil, þyngdust þrátt fyrir að hafa æft meira. Hvers vegna? Líklegast maturinn. Þau borðuðu meira en þau brenndu.
Lausn: Það síðasta sem þú vilt heyra, og þá sérstaklega frá kvenmanni, er að stærðin skiptir máli. En þú getur verið viss um það, að passa skammtastærðirnar skiptir höfuðmáli ef þú vilt léttast.