15 leiðir að betra lífi

15 leiðir að heilbrigðara lífi

1. Drekkið nóg af vatni…. Vatnskortur leiðir til þreytu og orkuleysis, og þá höldum við að við þurfum að borða, enn það er mikill miskilningur. Prófaðu næst að þamba stórt vatnglas, jafnvel kreista smá sitrónu útí og þú hressist!!
2. Ekki einbeita þér að því hvað sé bannað að borða… Vandaðu þig heldur við að bæta við hollustunni, eins og t.d að venja sig strax á að borða 3-5 ávexti á dag og borða grænmeti alltaf í hádeginu og kvöldin.
3. Hugsaði þig um áður enn þú borðar…. Ertu virkilega svöng?? Lifir þú af næsta klukkutímann án matar?? Á þér eftir að líða betur eða verr eftir að þú hefur borðað þetta??
4. Ekki borða eftir kvöldmat…. Það er vani að leggjast fyrir framan sjónvarpið og narta allt kvödið, sýndu aga og vilja og hættu strax… 3 gulrætur geta gert kraftaverk :O)
5. Njóttu þess að borða uppáhaldsmatinn þinn…. Það er hægt að klæða hvaða máltíð sem er í hollustubúning, og borða rétta magnið. Við þurfum ekki að borða 9“ pizzu ein þegar að ½ er alveg nóg.
6. Njóttu þess að borða heima…. Við vitum þá hvað við erum að borða ef við matreiðum það sjálf, við stjórnum betur magni og gæðum og spörum okkur tíma og pening. Látum ekki aðra stela af okkur heilsunni og peningunum.
7. Borðaðu oft og lítið í einu… Maginn okkar er eins og krepptur hnefi á stærð, og þess vegna þarf ekki stóra máltið til að seðja hungrið. Rannsóknir hafa margsinnis sýnt fram á það að fólk sem borðar 4-5 sinnum á dag grennist eða er grannt. Einfaldara getur það ekki verið, borða minna!!
8. Prótein í hverri máltið…. Prótein gefur góða fyllingu og vöðvunum okkar næringu. Hvað þýðir það á okkar tungumáli, jú… við verðum södd lengur og vöðvarnir verða virkari og brenna meiri orku, og hvað er fita, já alveg rétt fita er umfram orka. PRÓTEIN í hverri máltíð,,, kjúklingur, fiskur, egg, skyr, hnetur, magur ostur, fitulítil mjólk, fitulitil álegg, próteindrykkir ofl. Ofl.
9. Kryddaðu matinn… Til eru krydd sem hita upp likamann og keyra upp brennsluofn líkamans, notaðu krydd til að bragðbæta matinn og kítla bragðlaukanna :O) Kanill, chili, chayenne, svartur pipar, engifer, hvítlaukur ofl. Ofl. FORÐASTU SALT!!
10. Fylltu eldhúsið af hollum matvælum…. Það er ekki hægt að borða hollt nema það sé til , og af hverju að freista þín með súkkulaðikex í skúffuni og ostaköku í ískápnum. Ekki plata sjálfan þig og segja að þetta sé fyrir börnin, gesti og gangandi, þau eiga líka að borða hollt svo það er engum greiði gerður!
11. Borðaðu eins og barnið… Litlir diskar, lítil hnífapör, tyggja matinn vel og borða hægt. Einfalt og virkar!
12. Skiptu út bolla af hrísgrjónum yfir í grænmeti… Allir veitingastaðir gera þetta líka fyrir þig, prófaðu næst að sleppa ostinum, þú finnur varla muninn, jú á mittinu :O)
13. Ekki nota mat til að losna við streitu… Þú gerir bara illt verra, reimdu á þig skóna og fáðu þér göngu út í guðsgrænni náttúrunni, það er ótrúlegt hvað ferskt loft og gott súrefni getur gert.
14. Lærðu á árstíðarbundna matargerð… Það einfaldlega þýðir að nota það hráefni sem er ferskt og nýtt á hverjum tima, t.d er humar veiddur á vorin og rauðspretta á sumrin :O)
15. Vertu á hreyfingu… Öll hreyfing eyðir orku, mikil hreyfing styrkir hjarta og lungu.

Lokapunkturinn
Í fæðuhringnum eru engin sætindi, kökur, kex, ís, sykraðir gosdrykkir, djús eða áfengi enda eru þessar vörur ekki nauðsynlegar til vaxtar og viðhalds líkamans. Þessar afurðir eru flestar feitar (oft hörð fita) eða sætar (viðbættur sykur) og sumar hvort tveggja. Í þeim er iðulega mikil orka en lítið eða ekkert af nauðsynlegum næringarefnum og er það ástæða þess að þær eru óheppilegar. Sætindi skemma auk þess tennur. Rannsóknir benda einnig til þess að neysla á sykruðum drykkjum, t.d. gosdrykkjum, geti aukið líkur á offitu.
Þessar vörur eru því ekki hluti af hollu mataræði en geta komið inn í litlu magni af og til.
Sumum hentar að velja sér nammidag fyrir sætindin til að læra að stilla neyslunni í hóf.

Lifum heil… :O)